Að undanförnu hafa lögmenn Lagahvols m.a. komið að neðangreindri ráðgjöf tengdri kaupum og sölu fyrirtækja, fjármögnun fyrirtækja, samrunum og yfirtökum, fjárhagslegri endurskipulagningu, samninga- og kröfurétti, og gjaldþrotaskiptarétti:

 
 
  • Lagahvoll veitti Félagsbústöðum lögfræðilega ráðgjöf vegna útgáfu á fyrstu félagslegu skuldabréfunum á Íslandi, Sjá nánar hér.

  • Lagahvoll veitti Startupdocs.is ráðgjöf vegna aðlögunar og uppfærslu skjala fyrir íslenskt laga- og réttarumhverfi. Sjá nánar hér.

  • Lagahvoll veitti Gleðipinnum ehf. lögfræðilega ráðgjöf vegna kaupa félagsins á BlackBox Pizzeria ehf.

  • Lagahvoll annaðist alla lögfræðiráðgjöf og málflutning fyrir hönd Sjarms og Garms ehf. og Sigmars Vilhjálmssonar í tengslum við rekstur dómsmáls þeirra gagnvart Stemmu hf. og meirihlutaeigendum félagsins. Málaferlin lutu að meintri ráðstöfun meirihlutaeigenda Stemmu á eignum félagsins á undirverði. Dómur héraðsdóms staðfesti slíka ráðstöfun hinn 20. júní 2018. Sjá nánar hér.

  • Lagahvoll veitti iBot ehf. lögfræðilega ráðgjöf vegna fjármögnunar félagsins frá next media accelerator GmbH.

  • Lagahvoll veitti Félagsbústöðum hf. lögfræðilega ráðgjöf vegna útboðs félagsins á nýjum skuldabréfum að fjárhæð allt að 50 milljörðum króna. Sjá nánar hér:

  • Lagahvoll veitti stofnendum sjóðsins Community Fund, er styrkir og fjármagnar viðburði sem stuðla að tengslamyndun, fræðslu, kennslu og umræðum um vöru- og hugbúnaðarþróun, lögfræðilega ráðgjöf við stofnun sjóðsins.

  • Lagahvoll veitti Verðbréfamiðstöð Íslands hf. lögfræðilega ráðgjöf vegna umsóknar félagsins um starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum nr. 131/1997. Lagahvoll annaðist gerð allra reglna og skjalagerðar í tengslum við umsóknina.

  • Lagahvoll veitti kaupendum Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. lögfræðilega ráðgjöf vegna kaupa á 69% hlutafjár í félaginu. Sjá nánar hér.

  • Lagahvoll veitti Dohop ehf. lögfræðilega ráðgjöf vegna lántöku félagsins frá easyJet. Sjá nánar hér.

  • Lagahvoll veitti UVM hf. lögfræðilega ráðgjöf vegna umsóknar félagsins um starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum nr. 131/1997. Lagahvoll annaðist gerð allra reglna og skjalagerðar í tengslum við umsóknina.

  • Lagahvoll veitti Eldey TLH hf., eignarhaldsfélagi er fjárfestir í afþreyingarhluta íslenskrar ferðaþjónustu, lögfræðilega ráðgjöf vegna fjárfestinga félagsins í Gufu ehf. (Fontana), Norðursiglingu hf., og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum ehf. Þá gætti Lagahvoll hagsmuna félagsins í samningum þess við Íslandsbanka um aðkomu bankans að þjónustu til handa félaginu á sviði eignavörslu o.fl.

  • Lagahvoll kom að þróun, undirbúningi og hugmyndavinnu vegna Eldeyjar TLH hf., eignarhaldsfélagi er fjárfestir í afþreyingarhluta íslenskrar ferðaþjónustu, þ.m.t. alla stofnskjalagerð félagsins.

  • Lagahvoll veitti slitastjórn SPB lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við árangursríka nauðasamningsumleitan SPB hf. að virði 45 milljarða íslenskra króna. SPB var slitastjórn SPB innan handar með öll atriði tengd framkvæmd nauðasamningsins sem lúta íslenskum lögum.

  • Lagahvoll veitti Gleðipinnum ehf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup félagsins á rekstri Keiluhallarinnar Egilshöll ehf.

  • Lagahvoll veitti Múlakaffi ehf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við sölu félagsins á rekstri veitingastaðarins Nauthóls.

  • Lagahvoll veitti Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við þátttöku Íslands á Feneyjartvíeyringnum árið 2015.